Bruce hneykslaður á bollaleggingum um nýtt starf

Steve Bruce á fyrir höndum leik gegn West Ham í …
Steve Bruce á fyrir höndum leik gegn West Ham í kvöld. AFP

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Hull, er afar óánægður með að vera orðaður við stöðu knattspyrnustjóra hjá Newcastle þar sem Alan Pardew er enn í starfi, en staða Pardews er sögð í mikilli óvissu.

Bruce þykir koma sterklega til greina sem arftaki Pardews en hann stýrir Hull gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Mér finnst það mjög mikil vanvirðing að ég sé orðaður við stöðu sem annar maður gegnir, þegar hann er enn í starfi,“ sagði Bruce sem stýrði erkifjendum Newcastle, Sunderland, frá 2009 fram í nóvember 2011 þegar hann var rekinn.

„Ég er bara eins og aðrir stjórar. Þegar ég sé annan stjóra undir mikilli pressu eins og Alan núna, og ég var í sömu stöðu fyrir fáeinum árum, þá er það ekki skemmtilegt,“ sagði Bruce.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert