Baulað á Solskjær og lærisveina hans

Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. AFP

Pressan er að aukast á Norðmanninn Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóra Cardiff sem í kvöld tapaði sínum öðrum leik í röð í ensku B-deildinni.

Cardiff lá á heimavelli fyrir Middlesbrough, 1:0, og eftir leikinn bauluðu stuðningsmenn velska liðsins á Solskjær og lærisveina hans þar sem þeir lýstu yfir óánægju sinni með frammistöðu liðsins. Cardiff hefur tapað þremur af sjö leikjum sínum í deildinni og er í 17. sæti og vilja margir stuðningsmenn Cardiff að Solskjær verði látinn taka poka sinn.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék allan seinni hálfleikinn og var nálægt því að jafna metin undir lokin en átti skot sem smaug framhjá stönginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert