Solskjær sagður semja um starfslok

Ole Gunnar Solskjær hefur gengið herfilega með lið Cardiff.
Ole Gunnar Solskjær hefur gengið herfilega með lið Cardiff. AFP

Ole Gunnar Solskjær var ekki viðstaddur æfingu hjá Aroni Einar Gunnarssyni og öðrum lærisveinum sínum í Cardiff í dag. Hann fundaði þess í stað með forráðamönnum félagsins.

Enska götublaðið The Sun greinir frá þessu og segir að Solskjær sé nú að semja um starfslok hjá velska félaginu.

Stuðningsmenn Cardiff bauluðu á Solskjær eftir 1:0-tap á heimavelli fyrir Middlesbrough í gær en liðið sem lék í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í B-deildinni. Alls vilja 77% þeirra losna við Solskjær samkvæmt könnun.

„Ef maður nær ekki réttum úrslitum þá lendir maður undir pressu. Við bjuggumst ekki við því að vera í 17. sæti eftir sjö leiki. Við vissum að við ættum erfiða leiki fyrir höndum en við bjuggumst við því að fá meira en 1 stig úr 4 leikjum,“ sagði Solskjær við Walesonline.co.uk í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert