Costa ekki klár í tvo leiki í viku

Diego Costa spilaði síðasta korterið gegn Schalke í gærkvöld.
Diego Costa spilaði síðasta korterið gegn Schalke í gærkvöld. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að vegna meiðsla í læri sé framherjinn Diego Costa ekki í standi til að spila tvo leiki í viku.

Didier Drogba var í byrjunarliðinu gegn Schalke í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld en Costa kom inná sem varamaður á 74. mínútu í 1:1-jafnteflinu. Mourinho var spurður hvort hann væri að spara krafta Costa fyrir stórleikinn við Manchester City á sunnudaginn en Portúgalinn segir að lærismeiðsli sem Costa varð fyrir í landsleik með Spáni 4. september hái honum.

„Ef hann fær eina viku til að láta vöðvann jafna sig þá getur hann verið í byrjunarliðinu. Ég var ekki að hvíla Costa fyrir leikinn á sunnudaginn. Hann var bara ekki í standi til að byrja leikinn,“ sagði Mourinho en Costa var í byrjunarliði Chelsea um helgina þegar liðið vann Swansea 4:2. Þar skoraði Costa þrennu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert