Solskjær hættur hjá Cardiff

Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. AFP

Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær er hættur störfum sem knattspyrnustjóri Cardiff City en með liðinu leikur landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.

Félagið staðfesti þetta nú í hádeginu. Solkjær tók við stjórastarfinu fyrir níu mánuðum af Malky Mackay en undir hans Norðmannsins féll liðið úr ensku úrvalsdeildinni í vor og hefur byrjað leiktíðina illa í ensku B-deildinni. Cardiff er sem stendur í 17. sæti deildarinnar en liðið hefur tapað þremur af sjö leikjum sínum.

Paul Hartley knattspyrnustjóri skoska úrvalsdeildarliðsins Dundee er sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Cardiff.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert