Í bann fyrir ummæli á Twitter

Benoit Assou-Ekotto.
Benoit Assou-Ekotto. AFP

Kamerúnski knattspyrnumaðurinn Benoit Assou-Ekotto sem leikur með Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af enska knattspyrnusambandinu vegna ummæla Assou-Ekotto á samfélagsmiðlunum Twitter í fyrra.

Assou-Ekotto lýsti yfir stuðningi við fagnaðarlæti franska framherjans Nicolas Anelka í leik WBA og West Ham, þar sem Anelka gerðist sekur um gyðingahatur og fékk fimm leikja bann fyrir. 

Kamerúninn hefur nú fengið þriggja leikja bann fyrir að sýna Anelka stuðning og fékk að auki sekt sem nemur 50 þúsund pundum eða um 10 milljónum króna. Assou-Ekotto hefur ekkert komið við sögu hjá Tottenham það sem af er leiktíð, þannig bannið breytir kannski litlu fyrir Tottenham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert