Krefjast þess að Pardew verði rekinn

Baksíða íþróttablaðs Daily Mirror í dag sýnir spjöldin sem hafa …
Baksíða íþróttablaðs Daily Mirror í dag sýnir spjöldin sem hafa verið prentuð í 15.000 eintökum, þar sem farið er fram á að Alan Pardew verði rekinn. Ljósmynd/skjáskot

Margir stuðningsmanna Newcastle hafa fengið sig fullsadda af frammistöðu liðsins undir stjórn Alan Pardew og vilja að hann verði látinn taka pokann sinn.

Mike Ashley eigandi Newcastle heldur enn tryggð við Pardew en liðið hefur vægast sagt byrjað illa í úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er neðst í henni með 2 stig eftir 4 leiki. Þetta er framhald af síðasta tímabili en liðið hefur aðeins unnið fimm deildarleiki á árinu 2014.

Daily Mirror birtir í dag frétt um aðgerðir stuðningsmanna Newcastle sem hafa látið prenta út 15.000 spjöld fyrir leikinn við Hull á morgun þar sem hvatt er til þess að Pardew verði rekinn. Í stjórastólnum hjá Hull er Steve Bruce sem hefur einmitt einna helst verið orðaður við stjórastarfið hjá Newcastle.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert