Lampard stöðvaði Chelsea

Fögnuður Frank Lampard yfir markinu gegn sínum gömlu samherjum í …
Fögnuður Frank Lampard yfir markinu gegn sínum gömlu samherjum í gær var mjög hófstilltur. AFP

Það var kannski viðeigandi eftir frábæra byrjun Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, sem hafði unnið alla fjóra deildarleiki sína og virtist hreinlega ætla að verða óstöðvandi í vetur, að Frank Lampard yrði sá sem stöðvaði sigurgöngu Chelsea.

Eftir 13 farsæl ár hjá Chelsea, þar sem Lampard lék 648 leiki og skoraði 211 mörk ákvað José Mourinho, knattspyrnustjóri Lundúnaliðsins, að framlengja ekki samninginn við Lampard. Lampard samdi þá við New York City og var lánaður til Manchester City.

Reyndar var útlit fyrir það í gær að Chelsea færi í gegnum fyrstu fimm umferðirnar með fullt hús stiga, því Chelsea komst yfir, 1:0, með marki Andre Schürrle um 20 mínútum fyrir leikslok eftir að City missti Pablo Zabaleta af velli með rautt spjald. En þá var Lampard settur inn hjá City og tryggði 1:1-jafntefli með því að skora fimm mínútum fyrir leikslok Af virðingu við stuðningsmenn Chelsea sem hann ann enn svo heitt, voru fagnaðarlæti Lampard afar hófstillt.

Nánar er fjallað um leikina í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert