„Gott að þetta skuli hafa verið væl“

Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. mbl.is/Ómar

„Ég er búinn að fara í skoðun og þetta lítur ekkert illa út. Núna reynir maður bara að koma sér sem fyrst af stað aftur,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gær.

Jóhann meiddist í ökkla í leik með Charlton gegn Middlesbrough í ensku B-deildinni um helgina, og í fyrstu var útlit fyrir að hann myndi missa af komandi landsleikjum við Lettland 10. október og Holland þremur dögum síðar. Jóhann er hins vegar bjartsýnn á að geta tekið fullan þátt með landsliðinu frá fyrstu æfingu í næstu viku.

„Ég þurfti að teygja mig í boltann og steig ofan á hann, vinstri löppin festist í grasinu og allur þunginn fór á ökklann. Ég heyrði einhvern smell og hélt fyrst að þetta væri eitthvað svakalega alvarlegt, en það er gott að þetta skuli bara hafa verið eitthvert væl í mér,“ sagði Jóhann sem missti þó af sigri Charlton á toppliði Norwich í fyrrakvöld, og verður líklega ekki með gegn Birmingham á laugardag.

„Ég vil að sjálfsögðu spila um helgina en það er kannski of snemmt fyrir mig. Svo vil ég auðvitað ná landsleikjunum. Það var ömurlegt að missa af síðasta landsleik út af einhverjum skítameiðslum, og ég tel nú að ég verði búinn að jafna mig fyrir leikinn við Letta,“ sagði Jóhann.

Sjá viðtalið við Jóhann í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert