Podolski íhugar vistaskipti

Lukas Podolski í landsleik Þýskalands og Skotlands í síðasta mánuði.
Lukas Podolski í landsleik Þýskalands og Skotlands í síðasta mánuði. AFP

Þýski framherinn Lukas Podolski er orðinn órólegur vegna þess hve fá tækifæri hann fær í liði Arsenal og kveðst vera farinn að huga að því að yfirgefa enska félagið.

„Ég er fótboltamaður af ástríðu og elska að keppa. Ef ég fæ ekki leik um hverja helgi, þá verður eitthvað að breytast. Sjáum hvað setur, en ég verð svo sannarlega að íhuga þennan möguleika," sagði Podolski í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina RTL.

Podolski er 29 ára gamall og hefur leikið með Arsenal í tvö ár en félagið keypti hann af Köln sumarið 2012. Hann spilaði aðeins 20 deildaleiki af 38 síðasta vetur og hefur tvisvar komið við sögu sem varamaður í fyrstu sex umferðum úrvalsdeildarinnar í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert