Sturridge ekki með - Clyne eini nýliðinn

Wayne Rooney er í enska landsliðshópnum en vegna leikbanns með …
Wayne Rooney er í enska landsliðshópnum en vegna leikbanns með Man. Utd verða leikirnir með enska landsliðinu einu mótsleikirnir sem hann spilar í október. AFP

Nathaniel Clyne, hægri bakvörður Southampton, var í fyrsta sinn valinn í enska landsliðið í dag en þjálfarinn Roy Hodgson tilkynnti nú í hádeginu hvaða leikmenn myndu mæta San Marínó og Eistlandi 9. og 12. október í undankeppni EM í knattspyrnu.

Hodgson valdi einnig Jonjo Shelvey, leikmann Swansea, sem á einn landsleik að baki, gegn San Marínó fyrir tveimur árum. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem leikmaður Swansea er valinn í enska landsliðið.

Daniel Sturridge, framherji Liverpool, var ekki valinn enda hefur hann átt við meiðsli að stríða. Aðeins þrír framherjar eru í hópnum. Hodgson sagði við fréttamenn að Sturridge hefði ekki jafnað sig af meiðslum í læri í tæka tíð: „Þetta er áfall fyrir okkur, Liverpool og leikmanninn. Það voru engar deilur um þetta,“ sagði Hodgson.

Hópurinn:

Markverðir: Fraser Forster (Southampton), Ben Foster (West Bromwich Albion), Joe Hart (Manchester City)

Varnarmenn: Leighton Baines (Everton), Gary Cahill (Chelsea), Nathaniel Clyne (Southampton), Kieran Gibbs (Arsenal), Phil Jagielka (Everton), John Stones (Everton)

Miðjumenn: Fabian Delph (Aston Villa), Jordan Henderson (Liverpool), Adam Lallana (Liverpool), James Milner (Manchester City), Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal), Jonjo Shelvey (Swansea City), Raheem Sterling (Liverpool), Andros Townsend (Tottenham Hotspur), Jack Wilshere (Arsenal)

Sóknarmenn: Rickie Lambert (Liverpool), Wayne Rooney (Manchester United), Daniel Welbeck (Arsenal)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert