Stoke jafnaði Swansea að stigum

Leikmenn Stoke fagna jöfnunarmarki Charlie Adam í dag.
Leikmenn Stoke fagna jöfnunarmarki Charlie Adam í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea þurftu að sætta sig við 2:1-tap á útivelli gegn Stoke í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi fór af velli á 85. mínútu og var líflegur framan af leik og komst meðal annars í upplagt færi í fyrri hálfleik en brást bogalistin. Swansea komst yfir á 14. mínútu þegar Wilfried Bony skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur eftir baráttu við Ryan Shawcross.

Charlie Adam jafnaði metin fyrir Stoke á 43. mínútu, einnig úr vítaspyrnu, eftir að Victor Moses féll ansi auðveldlega í baráttu við Angel Rangel. 1:1 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var rólegri en það dró til tíðinda á 76. mínútu þegar Jonathan Walters kom Stoke yfir á ný með flottum skalla eftir góða sókn hjá Stoke. Lokatölur 2:1 fyrir heimamenn sem komust upp í tíunda sæti deildarinnar með ellefu stig, jafnmörg og Swansea sem situr hins vegar í áttunda sæti með betra markahlutfall.

Fylgst var með gangi mála í ENSKI BOLT­INN Í BEINNI hér á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert