United ekki unnið útileik í meira en hálft ár

Ekki beint stemning á varamannabekk United í gærkvöld.
Ekki beint stemning á varamannabekk United í gærkvöld. AFP

Manchester United hefur ekki unnið útileik í ensku úrvalsdeildinni í meira en hálft en liðið lék í gær sjötta útileik sinn án sigurs á útivelli þegar liðið gerði 2:2-jafntefli á móti WBA.

Síðasti útisigur United í deildinni leit dagsins ljós á St. James Park hinn 5. apríl þegar liðið vann stórsigur á Newcastle, 4:0. Síðan þá hefur United tapaði fyrir Everton og Leicester og gert jafntefli við Southampton, Sunderland, Burnley og WBA.

Það hefur ekki gerst að United hafi spilað sex útileiki í deildinni án þess að vinna síðan tímabilið 1996-97 en liðið varð þó enskur meistari það tímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert