Balotelli sakaður um ógnandi hegðun

Mario Balotelli gengur illa að fóta sig í Liverpool-búningnum.
Mario Balotelli gengur illa að fóta sig í Liverpool-búningnum. AFP

Ítalski framherjinn Mario Balotelli hefur ekki átt sjö dagana sæla með liði sínu Liverpool og nú virðist hann einnig hafa komið sér í vandræði utan vallar, eins og hann gerði oft á árum áður sem leikmaður Manchester City.

AFP greinir frá því að Balotelli sé til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um ógnandi hegðun í garð konu sem tók ljósmyndir af Ferrari-bifreið hans. Balotelli mun hafa verið í heimsókn hjá móður sinni þegar atvikið átti sér stað.

Balotelli var í fyrirsögnum ensku blaðanna í morgun eftir framgöngu sína í leiknum gegn Real Madrid í gærkvöld. Þar var hann tekinn af velli í leikhléi og nýtti tækifærið til að skiptast á treyju við Pepe, varnarmann Real, sem féll illa í kramið hjá stuðningsmönnum Liverpool. Balotelli hefur skorað 1 mark í 10 leikjum með liðinu síðan hann kom frá AC Milan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert