Everton sótti stig til Frakklands

Divock Origi, lánsmaður frá Liverpool, sækir að marki Everton í …
Divock Origi, lánsmaður frá Liverpool, sækir að marki Everton í leiknum í kvöld en Phil Jagielka er til varnar. AFP

Lille og Everton skildu jöfn, 0:0, í tilþrifalitlum leik í Evrópudeild UEFA í knattspyrnu sem var að ljúka í frönsku borginni Lille.

Þetta er í fyrsta skipti frá 1995 sem Everton gerir markalaust jafntefli í Evrópuleik en liðið hafði spilað 29 leiki í Evrópukeppni frá þeim tíma.

Með þessu stigi er Everton efst í H-riðli keppninnar eftir fyrri umferðina en liðið er með 5 stig, Wolfsburg er með 4, Lille 3 og Ragnar Sigurðsson og samherjar í Krasnodar, sem töpuðu 2:4 fyrir Wolfsburg fyrr í dag, eru neðstir með 2 stig.

Everton á eftir heimaleiki við Lille og Krasnodar í seinni umferðinni og útileik við Wolfsburg. Tvö lið komast áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert