Lucas vill fara frá Liverpool

Lucas Leiva.
Lucas Leiva. Ljósmynd/Liverpool FC

Brasilíski miðjumaðurinn Lucas Leiva vill yfirgefa herbúðir Liverpool þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður í janúar.

Lucas, sem er 27 ára gamall og kom til Liverpool árið 2007, hefur aðeins verið í byrjunarliði Liverpool í þremur leikjum á þessu tímabili og hann virðist ekki vera inni í framtíðarplönum Brendan Rodgers knattspyrnustjóra liðsins.

Rafael Benítez, sem Lucas lék undir stjórn hjá Liverpool, sýndi áhuga á að fá Brasilíumanninn til liðs við sig í sumar en Benítez er við stjórnvölinn hjá ítalska liðinu Napoli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert