Di María verður með gegn Chelsea

Ángel di María er mikilvægur fyrir United-liðið.
Ángel di María er mikilvægur fyrir United-liðið. AFP

Ángel di María hefur jafnað sig af meiðslum og er klár í slaginn með Manchester United gegn Chelsea á sunnudaginn í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Argentínumaðurinn fór meiddur af velli í leiknum við West Bromwich Albion á mánudag og óttast var að hann myndi missa af leiknum mikilvæga við topplið Chelsea. Louis van Gaal knattspyrnustjóri United staðfesti hins vegar í dag að Di María hefði æft síðustu tvo daga og yrði með í leiknum. Hann sagði jafnframt að Ander Herrera væri leikfær en hann lék aðeins fyrri hálfleik gegn WBA eftir að hafa verið meiddur.

Van Gaal sagði jafnframt að Michael Carrick væri að komast af stað eftir meiðsli og myndi spila æfingaleik með varaliðinu gegn West Ham í London í kvöld í því skyni að ná upp leikformi. Carrick hefur ekkert leikið á tímabilinu vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert