Southampton upp í 2. sætið

Mario Balotelli þarf að bíða enn um sinn eftir fyrsta …
Mario Balotelli þarf að bíða enn um sinn eftir fyrsta marki sínu fyrir Liverpool. AFP

Southampton gefur ekki eftir í ensku úrvalsdeildinni og vann Stoke City 1:0 á heimavelli í dag. Liðið fór með sigrinum upp í 2. sæti og upp fyrir City sem tapaði fyrir West Ham fyrr í dag. Liverpool gerði jafntefli gegn Hull á heimavelli en Arsenal vann Sunderland á útivelli. 

Markalaust var hjá Liverpool og Hull en Arsenal vann Sunderland 2:0. Er það sex mörkum minna en Sunderland fékk á sig um síðustu helgi. 

Mesta dramatíkin var hjá WBA og Crystal Palace sem lauk með jafntefli 2:2 eftir að Palace komst í 2:0.

Fylgst var með gangi mála í ENSKI BOLT­INN Í BEINNI og þar verður einnig fylgst grannt með leik Swansea og Leicester. 

Úrslitin:

Liverpool - Hull 0:0

Sunderland - Arsenal 0:2

- Alexis Sanchez 30., 90.

Southampton - Hull City 1:0

Sadio Mane 33.

WBA - Crystal Palace 2:2

Victor Anichebe 51., Saido Berahino (víti) 90. - Brede Hangeland 16., Mile Jedinak (víti) 45.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert