Martínez: Gylfi tengir við alla í kringum sig

Gylfi Þór Sigurðsson hefur farið á kostum í allt haust.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur farið á kostum í allt haust. mbl.is/Golli

Roberto Martínez, knattspyrnustjóri Everton, segir að þó að Gylfi Þór Sigurðsson og Wilfried Bony hafi verið bestu menn Swansea að undanförnu þurfi að hafa góðar gætur á fleirum í liðinu.

Swansea og Everton mætast í Liverpool-borg á laugardaginn en eins og fram kom í Morgunblaðinu í dag er óvíst að Gylfi geti spilað leikinn vegna meiðsla. Í viðtali við Guðmund Hilmarsson kvaðst Gylfi þó vonast til að ná leiknum. Martínez er fullkunnugt um frammistöðu Gylfa í haust.

„Swansea er með hættulega menn úti um allan völl. [Gylfi] Sigurðsson virðist ná mjög vel saman við alla í sóknarleik liðsins,“ sagði Martínez á fréttamannafundi í dag.

„Bony og Sigurðsson hafa spilað best að undanförnu en þeir eru ekki þeir einu sem geta ógnað okkur. Við verðum að hafa það í huga,“ sagði Martínez.

Hann staðfesti það að í röðum Everton væru það aðeins Kevin Mirallas og John Stones sem kæmu til með að missa af leiknum vegna meiðsla. Darron Gibson hefði fengið högg á æfingu í gær en yrði væntanlega klár í slaginn.

Roberto Martínez er með lærisveina sína í 9. sæti með …
Roberto Martínez er með lærisveina sína í 9. sæti með 12 stig. Swansea er með 14 stig í 6. sæti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert