Cech sagður á leið til Arsenal

Petr Cech ver hér frá Jóhanni Berg Guðmundssyni undir lok …
Petr Cech ver hér frá Jóhanni Berg Guðmundssyni undir lok leiks Íslands og Tékklands í Plzen á sunnudag. mbl.is/Eva Björk

Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech gæti verið á leið frá Chelsea til Arsenal þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

Eftir áratug sem aðalmarkvörður Chelsea hefur Cech, sem er 32 ára, orðið að sætta sig við hlutskipti varamarkvarðar á þessu tímabili, eftir að Belginn Thibaut Courtois sneri til félagsins úr láni til þriggja ára hjá Atlético Madrid. Ljóst þykir að Cech sætti sig illa við það hlutskipti og vilji færa sig um set, og samkvæmt enskum götublöðum er ekki ólíklegt að hann haldi til Arsenal.

Samkvæmt Daily Star er jafnvel talið að félögin hafi þegar komist að samkomulagi um 7 milljóna punda kaupverð. Verði af kaupunum myndi Cech hitta landa sinn, Tomás Rosický, fyrir hjá Arsenal en þeir voru báðir í liði Tékka sem vann Ísland 2:1 í undankeppni EM á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert