Liverpool vill fá Origi í janúar

Divock Origi.
Divock Origi. AFP

Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Liverpool vill fá belgíska landsliðsmanninn Divock Origi til félagsins í janúar.

Liverpool keypti framherjann í sumar frá franska liðinu Lille í sumar fyrir 10 milljónir punda en ákvað að lána hann Lille út þessa leiktíð. Í ljósi nýjustu frétta um að Daniel Sturridge snúi ekki aftur inn á völlinn fyrr en á næsta ári vill Rodgers fá Origi þó svo að það kosti félagið 5 milljónir punda að losa hann frá franska liðinu.

Liverpool hefur aðeins náð að skora 14 mörk í deildinni á tímabilinu en þeim framherjum liðsins sem eru heilir heilsu, Mario Balotelli, Fabio Borini, Rickie Lambert og Lazan Markovic hefur enn ekki tekist að skora í deildinni á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert