Man. Utd í 4. sæti með sigri á Arsenal

Chris Smalling reynir að stöðva Danny Welbeck á Emirates-vellinum í …
Chris Smalling reynir að stöðva Danny Welbeck á Emirates-vellinum í kvöld. AFP

Manchester United vann í dag sætan sigur á Arsenal á Emirates-vellinum í Lundúnum, 2:1. Með sigrinum komst United upp í 4. sæti deildarinnar með 19 stig en Arsenal er í 8. sæti með 17 stig.

Arsenal byrjaði leikinn mun betur og Jack Wilshere fékk til að mynda dauðafæri snemma leiks, aleinn gegn David de Gea sem varði. Heimamenn höfðu áfram undirtökin og fyrsta mark leiksins kom því gegn gangi leiksins en það skoruðu United-menn á 56. mínútu og var það heldur betur skrautlegt. Eftir fyrirgjöf frá vinstri rákust Wojciech Szczesny og Kieran Gibbs saman og lágu báðir óvígir eftir, og virtist Marouane Fellaini hafa ýtt við Gibbs. Á meðan Arsenal-mennirnir lágu báðir þrumaði Antonio Valencia í boltann sem fór af Gibbs og í netið. Szczesny fór í kjölfarið meiddur af velli.

Arsenal jók sóknarþunga sinn þegar leið á seinni hálfleikinn en United svaraði með skyndisókn þegar 10 mínútur voru til leiksloka þegar Wayne Rooney kom liðinu í 2:0. Olivier Giroud kom inná sem varamaður, eftir að hafa verið frá keppni vegna meiðsla, og minnkaði muninn þegar langt var liðið á uppbótartíma með glæsilegu þrumuskoti en þar við sat.

Arsenal missti ekki bara Szczesny meiddan af velli heldur einnig Jack Wilshere, og United missti Luke Shaw af velli í fyrri hálfleik.

Að vanda var fylgst náið með gangi mála í leiknum líkt og öllum leikjum dagsins í ENSKA BOLTANUM Í BEINNI.

Arsenal: Szczesny, Chambers, Mertesacker, Monreal, Gibbs, Arteta, Wilshere, Oxlade-Chamberlain, Ramsey, Sánchez, Welbeck.
Varamenn: Martinez, Bellerin, Flamini, Rosicky, Cazorla, Podolski, Giroud.

Man. Utd: De Gea, Valencia, McNair, Smalling, Blackett, Shaw, Carrick, Fellaini, Di María, Rooney, Van Persie.
Varamenn: Lindegaard, Fletcher, Herrera, Young, Mata, Januzaj, Wilson.

ENSKI BOLTINN Í BEINNI

Wojciech Szczesny fór meiddur af velli eftir að United komst …
Wojciech Szczesny fór meiddur af velli eftir að United komst í 2:0. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert