Stórleikur á Emirates - Gylfi í Manchester

Alexis Sánchez hefur farið á kostum með Arsenal.
Alexis Sánchez hefur farið á kostum með Arsenal. AFP

Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er viðureign Arsenal og Manchester United sem fram fer á Emirates í dag kl. 17.30.

Sú tíð er liðin að þessi lið berjist tvö um Englandsmeistaratitilinn en þau sitja í 6. og 7. sæti úrvalsdeildarinnar fyrir leiki helgarinnar.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea verða á ferðinni kl. 15 þegar þeir sækja Englandsmeistara Manchester City heim. Swansea er í 5. sæti með 18 stig og getur jafnað City að stigum með sigri.

Laugardagur:
15.00 Chelsea - WBA
15.00 Stoke - Burnley
15.00 Newcastle - QPR
15.00 Man. City - Swansea
15.00 Leicester - Sunderland
15.00 Everton - West Ham
17.30 Arsenal - Man. Utd

Sunnudagur:
13.30 Crystal Palace - Liverpool
16.00 Hull - Tottenham

Mánudagur:
20.00 Aston Villa - Southampton

Staða efstu liða: Chelsea 29, Southampton 25, Man. City 21, West Ham 18, Swansea 18, Arsenal 17, Man. Utd 16, Newcastle 16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert