Palace jók enn á raunir Liverpool

Mile Jedinak fagnar með samherjum sínum eftir draumamark sitt beint …
Mile Jedinak fagnar með samherjum sínum eftir draumamark sitt beint úr aukaspyrnu. AFP

Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Crystal Palace góðan og kærkominn sigur á Liverpool á Selhurst Park í dag, 3:1, þrátt fyrir að hafa lent undir snemma leiks.

Það gengur hvorki né rekur hjá Liverpool þessa dagana og er liðið aðeins með 14 stig eftir 12 leiki, í 12. sæti deildarinnar. Palace kom sér úr fallsæti og er í 15. sæti með 12 stig.

Mario Balotelli gat ekki leikið með Liverpool í dag vegna nárameiðsla og Jordan Henderson var veikur. Rickie Lambert var í byrjunarliði liðsins og skoraði laglegt mark strax á 2. mínútu eftir sendingu frá Adam Lallana.

Liverpool náði þó ekki að fylgja þessari byrjun eftir. Dwight Gayle jafnaði metin á 17. mínútu þegar hann fylgdi eftir stangarskoti Yannick Bolasie. Joe Ledley kom Palace yfir korteri fyrir leikslok eftir frábæran undirbúning Bolasie, og fyrirliðinn Mile Jedinak gerði út um leikinn með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu.

Fylgst var með öllu sem gerðist í leiknum líkt og í leik Hull og Tottenham, sem hefst kl. 16, í ENSKA BOLTANUM Í BEINNI hér á mbl.is.

Crystal Palace: Speroni, Kelly, Delaney, Dann, Ward, Jedinak, Ledley, Bolasie, Puncheon, Chamakh, Gayle.
Varamenn: Hennessey, Hangeland, Bannan, McArthur, Zaha, Campbell, Johnson.

Liverpool: Mignolet, Manquillo, Skrtel, Lovren, Johnson, Gerrard, Allen, Lallana, Coutinho, Sterling, Lambert.
Varamenn: Jones, Touré, Moreno, Lucas, Can, Borini, Markovic.

ENSKI BOLTINN Í BEINNI

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert