Hlaupamet Gylfa fallið

Gylfi Þór Sigurðsson í baráttunn við Frank Lampard og Fernandinho …
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttunn við Frank Lampard og Fernandinho í leiknum við Manchester City um helgina. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki lengur sá leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem hlaupið hefur lengstan spöl í einum og sama leiknum á yfirstandandi leiktíð.

Gylfi hljóp 13,18 kílómetra í fyrsta leik tímabilsins gegn Manchester United á Old Trafford. Það met stóð allt þar til um helgina að George Boyd, kantmaður Burnley, hljóp 13,34 kílómetra í leik gegn Stoke þar sem Burnley vann kærkominn sigur. Gylfi og Boyd eru þeir einu sem hafa hlaupið yfir 13 kílómetra í einum og sama leiknum í vetur.

Á topp 10 listanum yfir mestu hlaup í einum leik á þessu tímabili má tvisvar sjá nafn Gylfa. Boyd hefur hins vegar náð þrívegis inn á listann, sem sjá má hér að neðan.

Nafn - Andstæðingur - Kílómetrar
George Boyd - Stoke - 13,34
Gylfi Þór Sigurðsson - Man. Utd - 13,18
Gylfi Þór Sigurðsson - Burnley - 13,04
George Boyd - Hull - 12,99
Morgan Schneiderlin - Newcastle - 12,94
Christian Eriksen - Newcastle - 12,89
Mathieu Flamini - Leicester - 12,84
Dean Hammond - Arsenal - 12,84
George Boyd - West Ham - 12,79
James Milner - Aston Villa - 12,78

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert