Jónas kominn í jólafríið

Jonas Olsson, til vinstri, í leik með Svíum gegn Englendingum.
Jonas Olsson, til vinstri, í leik með Svíum gegn Englendingum. AFP

Jonas Olsson, sænski miðvörðurinn hjá enska knattspyrnuliðinu West Bromwich Albion, spilar ekki meira á þessu ári og verður líklega frá keppni fram í miðjan janúar.

Olsson, sem er 31 árs gamall, mun gangast undir aðgerð á hásin á föstudaginn og talið er að hann verði fjórar til sex vikur að jafna sig eftir hana.

Olsson hefur leikið með WBA í sex ár en hann kom til félagsins frá NEC Nijmegen árið 2008 og hefur spilað 200 deildaleiki fyrir félagið, sem og 24 landsleiki fyrir Svía.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert