Everton fullkomnaði þýska fernu

Romelu Lukaku skorar fyrir Everton í kvöld og Ivan Perisic …
Romelu Lukaku skorar fyrir Everton í kvöld og Ivan Perisic nær ekki að stöðva hann. AFP

Everton er komið í 32ja liða úrslitin í Evrópudeild UEFA í knattspyrnu eftir sigur á Wolfsburg í Þýskalandi, 2:0, í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar í kvöld.

Romelu Lukaku kom Everton yfir rétt fyrir hlé eftir skyndisókn og magnaðan sprett frá miðju vallarins. Í hálfleiknum fengu Englendingarnir síðan þær fréttir að þeir væru komnir áfram úr riðlinum, þar sem leikur Krasnodar og Lille hefði endað 1:1.

Kevin Mirallas bætti við marki fyrir Everton á 75. mínútu og þar við sat. 

Everton er með 11 stig, Wolfsburg 7, Lille 4 og Krasnodar 3. Lille og Wolfsburg mætast í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni um hvort liðið fylgir Everton í 32ja liða úrslitin. Ragnar Sigurðsson og samherjar í Krasnodar heimsækja þá Everton á Goodison Park.

Með þessum sigri fullkomnaði Everton magnaða fernu enskra liða gegn þýskum liðum í Evrópumótunum á aðeins þremur dögum, þar sem markatalan er 12:2, Englandi í hag.

Manchester City sigraði Bayern München 3:2 í Meistaradeildinni.
Arsenal sigraði Dortmund 2:0 í í Meistaradeildinni.
Chelsea burstaði Schalke 5:0 á útivelli í Meistaradeildinni.
Everton sigraði Wolfsburg 2:0 á útivelli í Evrópudeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert