Samdi við Everton til 2019

Steven Naismith á fullri ferð í leik með Everton.
Steven Naismith á fullri ferð í leik með Everton. AFP

Steven Naismith, skoski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, framlengdi í kvöld samning sinn við Everton um þrjú ár og er nú samningsbundinn félaginu til ársins 2019.

Naismith, sem er 28 ára gamall, gerði fjögurra ára samning árið 2012 en þá kom hann til félagsins án greiðslu eftir að hafa spilað með Rangers og Kilmarnock í heimalandi sínu. Með Rangers vann hann sex titla en áður hafði hann tvisvar verið kjörinn efnilegasti leikmaður Skotlands, á meðan hann spilaði með Kilmarnock.

Hann hefur skorað sex mörk fyrir Everton það sem af er tímabilinu og það sjötta kom í 3:1 sigrinum á QPR í úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið.

„Ég er sennilega í mínu besta formi til þessa á ferlinum og er hæstánægður með að hafa framlengt samninginn," sagði Naismith á sjónvarpsstöð Everton í kvöld. Hann hefur leikið 334 landsleiki fyrir Skota og skorað í þeim fjögur mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert