Swansea missir tvo öfluga í janúar

Wilfried Bony fagnar marki gegn Manchester City.
Wilfried Bony fagnar marki gegn Manchester City. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í liði Swansea munu veikjast verulega í næsta mánuði en liðið missir tvo mikilvæga leikmenn í landsliðsverkefni.

Framherjinn Wilfried Bony mun spila með Fílabeinsströndinni í Afríkukeppninni en Bony hefur skorað 8 mörk í úrvalsdeildinni á tímabilinu og er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk allra í úrvalsdeildinni á árinu 2014. Hann og Gylfi Þór hafa náð sérlega vel saman.

Þá mun S-Kóreumaðurinn Ki Sung-Yueng spila með sínum mönnum í Asíukeppninni sem hefst fyrstu vikuna í janúar í Ástralíu en Ki, sem reiknað er með að verði skipaður fyrirliði S-Kóreu, hefur átt góðu gengi að fagna með Swansea-liðinu á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert