Varla búnir að gleyma síðustu heimsókn á Anfield

Franski varnarmaðurinn Matjieu Debuchy hjá hjá Arsenal skallar hættulegan bolta.
Franski varnarmaðurinn Matjieu Debuchy hjá hjá Arsenal skallar hættulegan bolta. mbl.is/afp

Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni verður viðureign Liverpool og Arsenal sem mætast á Anfield á morgun.

Liðunum hefur ekki gengið sem skyldi á tímabilinu og þá sérstaklega Liverpool en það hefur tapað fleiri leikjum nú en allt tímabilið í fyrra. Tapleikirnir hjá Liverpool eru orðnir sjö talsins en í fyrra tapaði liðið sex leikjum í deildinni.

Varla eru Arsenal-menn búnir að gleyma síðustu heimsókn sinni á Anfield en Liverpool kafsigldi þá „skytturnar“, 5:1, þar sem Liverpool komst í 3:0 á fyrsta stundarfjórðungi leiksins.

Sjá forspjall um leiki helgarinnar í enska boltanum í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert