„Betri í þessum leik en í 5:1 sigrinum í fyrra“

Martin Skrtel fagnar jöfnunarmarki sínu í uppbótartímanum.
Martin Skrtel fagnar jöfnunarmarki sínu í uppbótartímanum. AFP

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum gegn Arsenal en liðin skildu jöfn, 2:2, á Anfield.

„Frammistaða liðsins var frábær og það er ekki spurning að við áttum skilið að vinna. Frammistaða okkar í þessum leik var betri en þegar við unnum Arsenal, 5:1, á sama stað í fyrra,“ sagði Rodgers eftir leikinn en Liverpool er í 10. sæti deildarinnar.

„Við vorum miklu meira með boltann í fyrri hálfleik og náðum verðskuldað 1:0 forystu en við misstum forskotið niður um leið, sem var mjög svekkjandi. Mér fannst Arsenal ekki eiga að fá aukaspyrnuna sem það jafnaði metin úr þar sem mér fannst Alexis Sanchez láta sig falla,“ sagði Rodgers, sem ekki hefur gefist upp í baráttunni við að enda á meðal fjögurra efstu liða.

„Við erum hægt og bítandi að spila betur og það er ekki spurning í mínum huga að við getum náð meistaradeildarsæti,“ sagði Rodgers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert