Liverpool jafnaði á 6. mínútu uppbótartímans

Martin Skrtel fagnar jöfnunarmarki sínu.
Martin Skrtel fagnar jöfnunarmarki sínu. AFP

Liverpool og Arsenal gerðu 2:2 í ensku úrvalsdeildinni í dag en þar var dramatíkin mikil í uppbótartíma. Sunderland vann 1:0 útisigur í grannslagnum gegn Newcastle. 

Staðan á Anfield var einnig jöfn að loknum fyrri hálfleik. Coutinho skoraði með skoti í stöngina og inn á 45. mínútu en Debuchy jafnaði með skalla áður en flautað var til leikhlés. 

Oliver Giroud kom Arsenal yfir í síðari hálfleik en Martin Skrtel jafnaði með skalla eftir hornspyrnu þegar um sex mínútur voru liðnar af níu mínútna uppbótartíma. 

Arsenal er í 6. sæti deildarinnar en Liverpool er í 10. sæti. 

Adam Johnson skoraði eina markið í Newcastle og sigurmark hans kom einnig í uppbótartíma. Newcastle er í 9. sæti en Sunderland í 14. sæti.

Nánar er hægt að lesa um leikina í ENSKI BOLTINN Í BEINNI hér á mbl.is 

Úrslit dagsins:

Newcastle - Sunderland 0:1

Liverpool - Arsenal 2:2

Leikmenn Liverpool fagna í dag
Leikmenn Liverpool fagna í dag AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert