400. sigurleikur Arsene Wenger

Tomas Rosicky fagnar marki sínu fyrir Arsenal í dag.
Tomas Rosicky fagnar marki sínu fyrir Arsenal í dag. AFP

Arsene Wenger stýrði Arsenal til sigurs í 400. skipti í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið fékk QPR í heimsókn í dag. Arsenal sigraði 2:1 í leik þar sem tvær vítaspyrnur voru dæmdar og rautt spjald fór á loft. 

Alexis Sanchez var allt í öllu hjá Arsenal. Hann skoraði fyrra markið og lagði upp það seinna en Arsenal komst í 2:0. Auk þess brenndi Chile-búinn af vítaspyrnu í stöðunni 0:0. Tékkinn Tomas Rosicky skoraði seinni markið en hann var í byrjunarliði Arsenal í fyrsta skipti á tímabilinu. 

Olivier Giroud lét reka sig út af í stöðunni 1:0 þegar hann missti stjórn á skapi sínu og er væntanlega á leið í þriggja leikja bann. QPR fékk einnig vítaspyrnu á 78. mínútu og úr henni skoraði Charlie Austin sitt tólfta mark í deildinni. 

Arsenal er nú með 30 stig í 6.-7. sæti ásamt grönnum sínum í Tottenham. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert