Rifbeinsbrotinn Fellaini úr leik

Marouane Fellaini verður ekki með í næstu leikjum Man Utd.
Marouane Fellaini verður ekki með í næstu leikjum Man Utd. AFP

Marouane Fellaini, miðjumaður Manchester United, mun ekkert taka þátt í jólatörn liðsins þar sem hann er rifbeinsbrotinn, en enskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag.

Fellaini lék síðast í sigurleiknum gegn Liverpool fyrir hálfum mánuði, en meiddist á æfingu og nú er ljóst að hann er rifbeinsbrotinn. Hann hefur þegar misst af leikjum við Aston Villa og Newcastle, og eftir sigur á síðarnefnda liðinu í gær staðfesti Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, að Fellaini yrði lengur frá.

Ef að líkum lætur mun hann því missa af leikjum gegn Tottenham og Stoke í deildinni sem og bikarleik gegn Yeovil í byrjun næsta mánaðar, hið minnsta. Þeir Daley Blind, Marcos Rojo og Luke Shaw eru hins vegar óðum að verða leikfærir á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert