Bros mitt ætti að vera mun breiðara, er það ekki?

Hinn eitilharði Nigel Pearson getur verið ánægður með stigin þrjú …
Hinn eitilharði Nigel Pearson getur verið ánægður með stigin þrjú í dag. AFP

„Bros mitt ætti að vera mun breiðara, er það ekki? Þetta er mikill léttir, það er sú tilfinning sem er yfirþyrmandi þessa stundina. En við þurfum að byggja ofan á þessa frammistöðu,“ sagði Nigel Pearson, knattspyrnustjóri Leicester, eftir 1:0 sigurinn gegn Hull í dag.

„Við vitum að við höfum misst af allt of mörgum stigum. Í mörgum af þessum leikjum höfum við átt meira skilið en við áttum í dag,“ sagði Pearson.

Sigurinn var geysilega mikilvægur í ljósi þess að Leicester hafði einungis 10 stig á botni deildarinnar fyrir leikinn í dag, fimm stigum á eftir næstu liðum. Munurinn er einungis þrjú stig eftir leiki dagsins en næstu lið á undan eru Burnley, Crystal Palace og Hull sem öll hafa 16 stig.

„Steve Bruce [knattspyrnustjóri Hull] hefur eflaust þá tilfinningu að lið hans hefði unnið leikinn og við höfum fengið að kynnast þeirri stöðu nokkrum sinnum á þessari leiktíð. Við megum hins vegar ekki slaka á núna. Við sýndum vilja og ákveðni í að halda boltanum frá markinu í dag og við uppskárum eftir því,“ sagði Pearson.

Fylgst var með gangi mála í ENSKA BOLT­AN­UM Í BEINNI hér á mbl.is í allan dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert