Fimm frá Arsenal í úrvalsliði Sky Sports

Thierry Henry er annar framherjanna í úrvalsliðinu.
Thierry Henry er annar framherjanna í úrvalsliðinu. AFP

Sérfræðingar Sky Sports hafa valið ellefu manna úrvalslið úr ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar, árið 1992, og kappar á borð við Paul Scholes, Alan Shearer, Frank Lampard og Roy Keane fengu ekki náð fyrir augum þeirra.

Það eru Paul Merson, Matt Le Tissier, Charlie Nicholas og Phil Thompson, allt leikmenn í fremstu röð á sínum tíma, sem skipa sérfræðingahópinn og þeirra úrvalslið er þannig skipað:

Markvörður:
Peter Schmeichel, Manchester United

Varnarmenn:
Gary Neville, Manchester United
Tony Adams, Arsenal
John Terry, Chelsea
Ashley Cole, Arsenal/Chelsea

Miðjumenn:
Cristiano Ronaldo, Manchester United
Steven Gerrard, Liverpool
Patrick Vieira, Arsenal
Ryan Giggs, Manchester United

Sóknarmenn:
Thierry Henry, Arsenal
Dennis Bergkamp, Arsenal

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert