Stórleikir á Englandi í dag

Chelsea mætir Southampton og West Ham leikur við Arsenal.
Chelsea mætir Southampton og West Ham leikur við Arsenal. AFP

Níu leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og þar er um nokkrar heldur betur áhugaverðar viðureignir að ræða.

Dagskráin hefst á White Hart Lane í London þar sem Tottenham tekur á móti Manchester United klukkan 12. Þar mætast tvö lið sem hafa verið á góðri siglingu undanfarið en United hefur unnið sjö af síðustu átta leikjum sínum og er í 3. sæti og Tottenham hefur fengið 10 stig úr síðustu fjórum leikjum sínum og er í 7. sæti.

Southampton, sem er í 4. sæti, tekur á móti toppliði Chelsea og miðað við stöðuna í deildinni er þetta stórleikur dagsins.

Þá er ekki síður áhugaverður slagur Lundúnaliðanna West Ham, sem er í 5. sæti og Arsenal, sem er í 6. sæti, en eitt stig skilur liðin að. Sigurliðið gæti hæglega verið komið í fjórða sætið eftir leiki dagsins.

Ennfremur fara fram geysilega þýðingarmiklir leikir í botnbaráttu deildarinnar en leikjadagskráin er annars þessi:

12.00 Tottenham - Manchester United
14.05 Southampton - Chelsea
15.00 Aston Villa - Sunderland
15.00 Hull - Leicester
15.00 Manchester City - Burnley
15.00 QPR - Crystal Palace
15.00 Stoke - WBA
15.00 West Ham - Arsenal
16.15 Newcastle - Everton

Umferðinni lýkur svo annað kvöld þegar Liverpool tekur á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og samherjum í Swansea.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert