Whelan í sex vikna bann

Dave Whelan fagnar sigri Wigan í bikarkeppninni fyrir tveimur árum.
Dave Whelan fagnar sigri Wigan í bikarkeppninni fyrir tveimur árum. AFP

Enska knattspyrnusambandið hefur sett Dave Whelan, eiganda Wigan Athletic, í sex vikna bann frá afskiptum af fótbolta og sektað hann um 50 þúsund pund fyrir óviðeigandi ummæli um Kínverja og gyðinga.

Ummælin féllu í kringum ráðningu Wigan á Malky Mackay sem knattspyrnustjóra en ummæli hans á meðan hann var stjóri Cardiff eru til rannsóknar sem kynþáttaníð.

Whelan fær viku frest til áfrýjunar. Hann tók kærunni án athugasemda í síðasta mánuði en þvertók fyrir að ummæli sín hefðu átt að vera kynþáttaníð af einhverju tagi. Aganefndin kvaðst taka undir það að Whelan hefði ekki ætlað að meiða neinn með ummælum sínum. Í viðtali í Guardian notaði Whelan orðið „chink" um Kínverja og sagði að gyðingar sæktust meira eftir auðsæld en annað fólk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert