Aston Villa slapp áfram

Steve Cook hjá Bournemouth og Carles Gil hjá Aston Villa …
Steve Cook hjá Bournemouth og Carles Gil hjá Aston Villa í leiknum í dag. AFP

Aston Villa er komið í sextán liða úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir sigur á toppliði B-deildar, Bournemouth, 2:1 á Villa Park í  Birmingham í dag.

Carles Gil og Andreas Weimann komu Villa í 2:0 í seinni hálfleiknum en Callum Wilson lagaði stöðuna fyrir Bournemouth í uppbótartímanum.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:

90. Leik lokið með sigri Aston Villa.

90. MARK - 2:1. Bournemouth svarar í uppbótartíma, Callum Wilson sér um það.

71. MARK - 2:0. Aston Villa komið í þægilegri stöðu. Austurríkismaðurinn Andreas Weimann skorar af stuttu færi.

50. MARK - 1:0. Nýjasti liðsmaður Villa, Carles Gil, skorar sitt fyrsta mark fyrir félagið með glæsilegu skoti.

46. Seinni hálfleikur er hafinn og litlu munar að Carles Gil skori fyrir Villa strax á fyrstu mínútu hálfleiksins.

45. Hálfleikur á Villa Park og jöfn barátta til þessa, enda þótt Bournemouth hafi mætt til leiks án sjö fastamanna sinna!

33. Shay Given, markvörðurinn reyndi hjá Aston Villa, bjargar sínum mönnum með frábærri markvörslu eftir hörkuskot frá Eunan O'Kane.

1. Leikurinn er hafinn.

Ein ótrúleg staðreynd: Bournemouth hefur skorað fleiri mörk en Aston Villa í Birmingham í vetur. Villa hefur einungis skorað 7 mörk á heimavelli sínum, Villa Park, á tímabilinu. Bournemouth er búið að koma í eina heimsókn til Birmingham og burstaði þá Birmingham City 8:0, í B-deildinni!

Aston Villa: Given, Hutton, Okore, Clark, Richardson, Bacuna, Cleverley, Sanchez, Gil, Weimann, Benteke.

Bournemouth: Camp, Smith, Elphick, Cook, Harte, Stanislas, Arter, O'Kane, MacDonald, Fraser, Kermorgant.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert