Arsenal í sextán liða úrslitin

Olivier Giroud og Calum Chambers fagna eftir að Theo Walcott …
Olivier Giroud og Calum Chambers fagna eftir að Theo Walcott kom Arsenal yfir í leiknum í dag. AFP

Arsenal er eina „stóra“ liðið sem hefur tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en Lundúnabúarnir sigruðu B-deildarið Brighton, 3:2, á útivelli í síðasta leik dagsins.

Theo Walcott og Mesut Özil komu Arsenal í 2:0 í fyrri hálfleik og Tomás Rosický í 3:1 í seinni hálfleik. Brighton minnkaði muninn tvisvar með mörkum frá Chris O'Grady og Sam Baldock.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:

90. Leik lokið og Arsenal er komið áfram.

75. MARK - 2:3. Það er enn líf í Brighton. Sam Baldock minnkar muninn fyrir heimamenn og þeir eiga enn von. Vippar boltanum yfir Szczesny í marki Arsenal.

59. MARK - 1:3. Arsenal dregur mestu spennuna úr leiknum á ný. Tomás Rosický nær boltanum og sendir á Olivier Giroud, fær hann aftur frá Frakkanum og tekur boltann viðstöðulaust á lofti frá vítateig. Vel gert.

50. MARK - 1:2. Brighton er komið inn í leikinn. Chris O'Grady skorar með föstu skoti úr miðjum vítateig. Spenna að hlaupa í þetta.

45. Hálfleikur á suðurströndinni og Arsenal í þægilegri stöðu. Eins og reyndar Chelsea var gegn Bradford City í gær!

24. MARK - 0:2. Annar sem ekki hefur spilað mikið í langan tíma, Mesut Özil, fær sendingu inn í vítateig Brighton frá Tomás Rosický og skorar af yfirvegun.

2. MARK - 0:1. Arsenal er ekki lengi að ná undirtökunum í strandborginni. Theo Walcott skorar strax í byrjun. Langþráð mark því hann skoraði síðast fyrir Arsenal á nýársdag 2014. Hörkuskot eftir fyrirgjöf frá Calum Chambers.

1. Leikurinn er hafinn.

Brighton: Stockdale, Bruno, Greer, Dunk, Bennett; Holla, Ince, Calderon, Forster-Caskey, Baldock, O'Grady.

Arsemal: Szczesny, Chambers, Koscielny, Monreal, Gibbs, Flamini, Walcott, Ramsey, Ozil, Rosicky, Giroud

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert