„Hef ekki verið nógu góður“

Robin van Persie.
Robin van Persie. AFP

Robin van Persie framherji Manchester United segist ekki hafa verið góður á yfirstandandi tímabili og er ekki viss um hvort honum verði boðinn nýr samningur þegar samningur hans við félagið rennur út eftir eitt og hálft ár.

Hollendingurinn hefur aðeins skorað átta mörk á leiktíðinni og hefur verið talsvert frá sínu besta.

„Á þessu tímabili hef ég spilað eitthvað í kringum 20 leiki og ég hef skorað 8 mörk. Ég er ekki ánægður með það. Ég vil skora meira. Ég mun gera allt sem ég get til að bæta mig á æfingum og í leikjum. Við erum ekki að skora nægilega mikið af mörkum og þar á meðal ég ef ég á að vera heiðarlegur,“ segir Van Persie í viðtali við Daily Mail.

Van Persie átti frábært tímabil á sínu fyrsta ári hjá United en hann skoraði þá 26 mörk og átti stóran þátt í að tryggja félaginu Englandsmeistaratitilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert