Stórleikur á Brúnni í kvöld

Raheem Sterling verður í eldlínunni með Liverpool í kvöld.
Raheem Sterling verður í eldlínunni með Liverpool í kvöld. AFP

Chelsea og Liverpool eigast við í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu á Stamford Bridge í kvöld.

1:1 jafntefli urðu úrslitin í fyrri leiknum á Anfield í síðustu viku þar sem Liverpool var miklu betri aðilinn og hefði átt að fara með sigur af hólmi.

„Chelsea náði ekki góðum úrslitum í bikarleik sínum um nýliðna helgi en það þýðir ekki að liðið sé ekki hættulegt og það sé frábært fótboltalið. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta verður erfiður leikur en við förum í þennan leik óhræddir og styrkur okkar felst í sóknarleiknum,“ segir Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Liverpool en möguleiki er á að Daniel Sturridge verði í leikmannahópi Liverpool í kvöld.

Úrslitaleikur á Wembley í næsta mánuði er í húfi en sigurliðið úr leiknum í kvöld mætir Tottenham eða Sheffield United í úrslitaleik. Tottenham hafði betur, 1:0, í fyrri leiknum á heimavelli sínum gegn C-deildarliðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert