Áfrýjun Costa vísað frá

Diego Costa.
Diego Costa. AFP

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur vísað frá áfrýjun spænska framherjans Diego Costa hjá Chelsea, vegna atviksins í leiknum við Liverpool þegar hann steig á Emre Can.

Sambandið kærði Costa fyrir atvikið þar sem dómarar leiksins sáu það ekki. Spánverjinn áfrýjaði á þeim forsendum að hann hefði ekki stigið á Can af ásettu ráði.

Þetta þýðir að Costa missir af stórleiknum gegn Manchester City á morgun, sem og af leikjum Chelsea  við Aston Villa og Everton dagana 7. og 11. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert