Sánchez meiddur en Paulista spilar

Alexis Sánchez hefur verið í stóru hlutverki hjá Arsenal í …
Alexis Sánchez hefur verið í stóru hlutverki hjá Arsenal í vetur. EPA

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að mjög ólíklegt sé að sóknarmaðurinn öflugi Alexis Sánchez  verði með á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.

Sánchez er tæpur aftan í læri og Wenger sagði á fréttamannafundi í dag að ólíklegt væri að tekin yrði áhætta með að láta hann spila.

Wenger staðfesti hinsvegar að nýi varnarmaðurinn frá Brasilíu, Gabriel Paulista, sem Arsenal keypti af Villarreal í vikunni, yrði í leikmannahópnum og sagði líklegt að hann kæmi við sögu í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert