Skrýtið að sjá Lampard aftur á Brúnni

Frank Lampard snýr aftur á sinn gamla heimavöll í dag.
Frank Lampard snýr aftur á sinn gamla heimavöll í dag. AFP

Frank Lampard snýr í fyrsta sinn í dag aftur á Stamford Bridge, heimavöll Chelsea, eftir að hafa yfirgefið félagið í sumar. Hann gekk þá til liðs við New York City en er í láni hjá Englandsmeisturum Manchester City, sem koma í heimsókn á Brúnna.

Cesar Azpilicueta, bakvörður Chelsea, segir að það verði skrítið að sjá Lampard snúa aftur í búningi annars liðs. „Lampard er goðsögn hjá Chelsea og auðvitað verður skrítið að sjá hann þar í annarri treyju,“ sagði Azpilicueta.

„Hann mun fá höfðinglegar móttökur, en hann er atvinnumaður og mun einbeita sér 100% að sínu liði á meðan leikurinn fer fram,“ sagði Azpilicueta.

Leikur Chelsea og Manchester City hefst klukkan 17.30 og verður í beinni lýsingu hér á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert