Van Gaal orðinn pirraður

Louis van Gaal er ósáttur með fjölmiðla að velta sér …
Louis van Gaal er ósáttur með fjölmiðla að velta sér upp úr stöðu Anders Herrera. AFP

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United ,segist orðinn pirraður á endalausum spurningum varðandi framtíð miðjumannsins Ander Herrera.

United borgaði Athletic Bilbao 29 milljónir punda fyrir hinn 25 ára gamla Herrera í sumar og hann hefur skorað þrjú mörk í fjórtán leikjum fyrir félagið. Hann hefur hins vegar ekki verið í byrjunarliðinu síðan 2. desember og vangaveltur hafa verið uppi um framtíð hans.

„Þið eruð alltaf að velta ykkur upp úr leikmönnum sem eru ekki spila. Fyrir nokkrum vikum var það Falcaou, í næstu viku verður það einhver annar. Þetta er ótrúlegt, haldiði að ég geti stillt upp meira en 11 leikmönnum í einu?“ sagði van Gaal pirraður og beindi orðum sínum til blaðamanna.

United mætir nýliðum Leicester á Old Trafford í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert