Getum núna einbeitt okkur að deildinni

Brendan Rodgers og félagar féllu úr leik í kvöld.
Brendan Rodgers og félagar féllu úr leik í kvöld. EPA

Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Liveropol var skiljanlega svekktur með að hafa fallið úr leik í Evrópudeildinni í kvöld en liðið féll úr leik gegn Besiktas í vítaspyrnukeppni. Varnarmaðurinn Dejan Lovren þrumaði knettinum yfir markið í fimmtu og síðustu spyrnu Liverpool og þar með komust Tyrkirnir áfram.

„Auðvitað erum við svekktir að hafa fallið úr leik á þennan hátt. Við sköpuðum færi í fyrri hálfleik og gerðum þeim erfitt fyrir en ég er stoltur af liðinu,“ sagði Rodgers.

„Andrúmsloftið í kvöld var frábært en við erum svekktir þar sem við lögðum allt í leikinn. Nú getum við einbeitt okkur að fullu að deildinni en þar gengur okkur nú betur. Við eiga líka góða möguleika á að vinna í öðrum keppnum. Því miður, þá varð Istanbúl ekki góður staður fyrir okkur í kvöld,“ sagði Rodgers sem telur Liverpool hafa verið í þægilegri stöðu allt þar til Besiktas skoraði.

„Ég tel að þangað til að þeir skoruðu þá hafi þetta verið frekar þægilegt fyrir okkur. Markmiðið  hjá okkur varð halda hreinu. Við söknuðum að vísu margra skapandi leikmanna í kvöld en það er engin afsökun,“ sagði Rodgers.

Dejan Lovren varnarmaður Liverpool klúðraði einu spyrnu leiksins í vítaspyrnukeppnini en Rodgers segir kappann annars hafa átt góðan leik.

„Við erum svekktir fyrir hans hönd, hann átti góðan leik. En það þurfti einhver að klúðra og því miður fyrir okkur þá var það hann,“ sagði Rodgers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert