Arsenal skaust upp í þriðja sætið með sigri

Olivier Giroud fagnar marki sínu ásamt Mesut Özil.
Olivier Giroud fagnar marki sínu ásamt Mesut Özil. AFP

Arsenal komst upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir sigur á Everton, 2:0, sem kom í heimsókn til Lundúna í dag.

Oliver Giroud að koma boltanum í netið fyrir Arsenal þegar líða tók á fyrri hálfleikinn, en hann var mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í tapinu gegn Mónakó í Meistaradeildinni í vikunni.

Heimamenn geta þakkað markverði sínum, David Ospina, sem varði nokkrum sinnum mjög vel frá Romelu Lukaku. Bláklæddir gestirnir sóttu af krafti undir lokin en það var hins vegar Tomas Rosicky sem innsiglaði sigurinn með skoti sem fór af varnarmanni og í netið skömmu fyrir leikslok. Lokatölur 2:0.

Sigurinn sendi Manchester United niður í fjórða sæti deildarinnar, stigi á eftir Arsenal sem hefur nú 51 stig í þriðja sætinu og er fjórum stigum á eftir Manchester City. Everton er hins vegar í fjórtánda sætinu með 28 stig, sex stigum frá fallsæti.

Fylgst er með gangi mála á Englandi í ENSKA BOLT­AN­UM Í BEINNI hér á mbl.is.

Romelu Lukaku fór mikinn í sókn Everton en náði ekki …
Romelu Lukaku fór mikinn í sókn Everton en náði ekki að skora. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert