Cech mun spila bikarúrslitaleikinn

Þeir Petr Cech og Thibaut Courtois hafa báðir staðið sig …
Þeir Petr Cech og Thibaut Courtois hafa báðir staðið sig vel í marki Chelsea í vetur. AFP

Chelsea og Tottenham mætast í úrslitaleik ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu klukkan 16. Byrjunarliðin eru klár og kemur þar fátt á óvart, en fylgst er með gangi mála  í ENSKA BOLT­AN­UM Í BEINNI hér á mbl.is.

Helsta spurningamerkið var hver mundi standa í marki Chelsea, en Petr Cech og Thibaut Courtois hafa báðir staðið sig vel í vetur, en það verður Cech sem mun standa vaktina. Chelsea getur annar stillt upp sínu sterkasta liði fyrir utan að Nemanja Matic er í leikbanni og mun Gary Cahill væntanlega færast upp á miðjuna.

Hjá Tottenham er hinn sjóðandi Harry Kane einn frammi, en hann byrjaði á bekknum í Evrópudeildinni í vikunni. Liðin má sjá hér að neðan.

Chelsea: Cech, Ivanovic, Cahill, Zouma, Terry, Azpilicueta, Willian, Fabregas, Ramires, Hazard, Costa.

Tottenham: Lloris, Walker, Dier, Vertonghen, Rose, Bentaleb, Mason, Chadli, Eriksen, Townsend, Kane.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert