Di María var „of ljótur“ fyrir Real Madrid

Ángel di María kom til Manchester United síðasta sumar.
Ángel di María kom til Manchester United síðasta sumar. EPA

Carles Rexach, fyrrverandi þjálfari Barcelona, er með sína kenningu um það af hverju Real Madrid lét Argentínumanninn Ángel di María fara til Manchester United síðasta sumar.

United keypti Di María fyrir tæplega 60 milljónir punda eftir að hann hafði átt sinn þátt í því að landa Evrópumeistaratitlinum síðasta vor. Rexach, sem var leikmaður Barcelona og stýrði liðinu árið 2001, segir að Di María hafi hins vegar ekki verið talinn nægilega myndarlegur fyrir stjörnuliðið sem Florentino Pérez, forseti Real, vildi tefla fram.

„Florentino Pérez horfir á markaðinn og vill lið af stórstjörnum sem allir dást að,“ sagði Rexach við Regio7 á Spáni.

„Ronaldo er flaggskip félagsins. Pérez vill að félagið sé þekkt um allan heim. Vicente del Bosque [fyrrverandi leikmaður og stjóri Real] og Di María eru of ljótir fyrir Real Madrid. Þeir eru ólíkir Toni Kroos og James Rodríguez,“ sagði Rexach, en Real keypti Kroos og James síðasta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert